IS: Fáðu gott skipulag á vinnuna við persónuvernd / GDPR

Á þessum rafræna fundi, komum við þér vel af stað með persónuvernd/ GDPR. Til umræðu mun vera:

Hvernig best er að kortleggja og fá yfirsýn yfir öll kerfi, þjónustuaðila og vinnsluaðgerðir, til að vinnsluskráin verði góð og uppfylli skilyrði laganna.

Hvernig þú skipuleggur og “sjálfvirknivæðir” vinnuna, þannig að þú sparar tíma og vinnu við utanumhald.

Hvernig þú jafnóðum tryggir að þið vinnið innan ramma laganna.

Það mun einnig vera tími til að svara spurningum sem upp koma.

Sigurlína Andrésdóttir frá Wired Relations, mun leiða þig í gegnum fundinn. Hún er lögfræðingur með meistaragráðu frá Háskólanum í Kaupmannahöfn, með fókus á persónuvernd barna og starfar sem innleiðingarsérfræðingur en hún aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að starfa innan ramma persónuverndarlaga.

Skráðu þig á vefnámskeiðið okkar hér að neðan.Date

16 Nov 2021

Time

GMT
10:00 - 11:00

Spoken language

Icelandic
Categories

Organizer

PrivacyBoozt